Frelsið er erfitt! - Það er gott að vera frjáls í Crymogeu

Útgáfuhóf

15. ágúst 2014

Bókin Difficulty of Freedom/Freedom of Difficulty er afrakstur samstarfs listamanna og listnema við Listaháskólann í Umeå í Svíþjóð og Listaháskóla Íslands undir stjórn Erlu S. Haraldsdóttur og Carin Ellberg. Tilgangur verkefnisins var að fá listamenn til að vinna innan fyrirfram ákveðins kerfis með það að markmiði að breyta nálgun þeirra við sköpunarferlið. Ferlinu og afrakstri þess er miðlað í gullfallegri bók þar sem þessar formlegu reglur eru kynntar öllum til afnota í eigin sköpun.

Bókin er gefin út af bókaútgáfunni Crymogea í samstarfi við Listaháskólann í Umeå, Svíþjóð og verður útgáfu hennar fagnað með sýningu á verkum íslensku myndlistarmannana sem tóku þátt í listrannsókninni sem bókin byggir á.

Útgáfuhófið og sýningin verður haldin á Barónsstíg 27, föstudaginn 15. ágúst klukkan 17 og eru allir velkomnir.

Margrét Áskelsdóttir
skrifaði