Forsölutilboð á Aðalskipulagi Reykjavíkur framlengt

Við framlengjum forsölutilboðið á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010–2030 út maímánuð. Bókin fæst nú á 7.900 kr. en fullt verð er 9.900 kr. Frí heimsending um allt land.

Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 er í stóru og glæsilegu broti, 320 × 300 mm að stærð og um 300 blaðsíður. Bókin skiptist í tvo hluta. Annars vegar meginmarkmið og framtíðarsýn skipulagsins og hins vegar umfjöllun um tíu borgarhluta Reykjavíkur. Umfjöllun um skipulag borgarhluta er ætlað að færa markmið og sýn aðalskipulags nær íbúum borgarinnar og hjálpa þeim að átta sig á uppbyggingu borgarinnar og hverfa hennar.

Allir sem þurfa á upplýsingum að halda um skipulag borgar­innar við hvers kyns fram­kvæmdir verða að hafa þessa stórkostlegu bók við höndina næstu áratugina.

Pantaðu bókina strax og fáðu hana heim að dyrum á 20% afslætti.

Atli Þór Árnason
skrifaði