Aðalskipulag Reykjavíkur

Útgáfuhóf á uppstigningardag

Á uppstigningardag, fimmtudaginn 29. maí, verður útgáfu Aðalskipulags Reykjavíkur 2010–2030 fagnað í Crymogeu að Barónsstíg 27 kl. 15.00. Það væri okkur mikil ánægja að sjá þig.

Crymogea hefur í samvinnu við Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar unnið að útgáfu aðalskipulagsins á bók. Hópur grafískra hönnuða undir stjórn Atla Hilmarssonar hefur samræmt og teiknað upp á nýtt mörg hundruð kort og skýringarmyndir og útkoman er glæsilegur prentgripur þar sem þróun borgarinnar á komandi árum er kynnt borgarbúum á aðgengilegan hátt.

Margrét Áskelsdóttir
skrifaði