Skilmálar netverslunar

1. Rekstrarfélag netverslunarinnar crymogea.is er PHK Books ehf., kt. 5906071180, Síðumúla 35, 108 Reykjavík. Sími 5110910. Netfang: [email protected]

2. Fyrir hönd netverslunarinnar crymogea.is skuldbindur PHK Books ehf. sig til að afhenda öllum kaupendum vörur úr versluninni, sem staðfest er að þeir hafa greitt fyrir, í samræmi við skilmála þessa og gildandi rétt. Kaupandi getur skilað vöru keyptri á crymogea.is til PHK Books ehf. innan 14 daga, valið nýja eða fengið hana endurgreidda að fullu. Fyrir hönd PHK Books ehf. áskilja starfsmenn netverslunarinnar crymogea.is sér rétt til að fullvissa sig um að varan sé í lagi og til að koma í veg fyrir misnotkun á 14 daga skilarétti. Varan þarf að vera í upprunalegu ástandi ásamt umbúðum. Reikningur eða kvittun fyrir kaupum eru skilyrði fyrir vöruskilum.

3. Vöruna skal senda í pósti til PHK Books ehf. – Síðumúla 35, 108 Reykjavík. Viðskiptavinur greiðir sendingargjald ef hann vill skila eða skipta. Viðtakandi, PHK Books ehf., greiðir sendingargjald ef vara er gölluð.

4. Ef til endurgreiðslu kemur innan 14 daga frá kaupum, í samræmi við fyrrgreinda skilmála, mun PHK Books ehf. endurgreiða kaupanda vöruna á sama hátt og viðskiptavinur notaði við greiðslu – með bakfærslu á kredit- eða debetkorti, niðurfellingu á Netgíró-kröfu eða innlögn á bankareikning.

5. Vörur eru sendar af stað til kaupanda utan höfuðborgarsvæðis með póstsendingu innan 24 stunda frá því að gengið er frá viðskiptum og kaupandi hefur fengið staðfestingu á kaupunum. Kaupendur á höfuðborgarsvæði – í sveitarfélögunum Mosfellsbæ, Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði – fá vöruna heimsenda af PHK Books ehf. innan 54 klukkustunda frá því að gengið var frá kaupunum. Sé ekki hægt að koma vörunni til skila á þeim tíma, svo sem vegna þess að kaupandi vörunnar er ekki við, eða af öðrum óviðráðanlegum orsökum, ber PHK Books ehf. að tilkynna kaupanda um árangurslausa tilraun til afhendingar. Í kjölfarið verður gerð önnur tilraun til afhendingar í samráði við kaupanda. Verði ekki hægt að afhenda vöruna til kaupanda með heimsendingu innan 14 daga frá kaupum, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og þrátt fyrir að skilaboðum hafi verið komið til kaupanda með að minnsta kosti einum tölvupósti og einni símhringingu, ber kaupandi sjálfur ábyrgð á að sækja vöruna til PHK Books ehf., Síðumúla 35, 108 Reykjavík.