Fegurðin býr í bókum

Við lifum í sjónrænum heimi. Við höfum myndir fyrir augum alla daga. En það er ekki sama hvernig hið sjónræna er sýnt. Við hjá Crymogeu trúum því að bækur séu leið til að skilja, njóta og upplifa það sem myndlist, ljósmyndun og hönnun hafa upp á að bjóða. Hinn ríkulega og stórbrotna heim myndanna. Í bókum sameinast heimildagildi, varanleiki og fegurð og þar lærum við að meta hvað er góð ljósmynd, hvað er áhrifarík list, úthugsuð bygging eða falleg hönnun. Við byggjum á samstarfi við frábæra ljósmyndara, framúrskarandi listamenn og snilldarhönnuði, fólk sem er í fremstu röð á sínu sviði. Aðeins þannig tryggjum við að almenningur fái í hendur bækur þar sem fegurðin býr. Leiðarljós okkar er einfalt: Aldrei að slá af kröfum. Alltaf að stefna að því besta. Þannig þjónum við best viðskiptavinum okkar um allan heim.

 

 

Crymogea er bókaútgáfa.