Fegurðin býr í bókum

Bækurnar

Síðumúli 35 Bakhús/108 Rvk.

Crymogea

511 0910

English

Dancing Horizon

Sigurður Guðmundsson

Heildaryfirlit yfir ljósmynda­ verk Sigurðar Guðmundssonar frá árunum 1970-1982, þegar hann fékkst aðallega við ljósmyndamiðilinn í verkum sínum. Hér birtast rúmlega 80 titlar ásamt áður óbirtum stúdíum og verkum sem sjaldan hafa verið sýnd eða birt í bókum. Sigurður Guðmundsson er einn af merkustu lista­ mönnum Íslands og mörg verka hans eru orðin að þekktum táknmyndum samtímans í evrópskri lista­ sögu. Þau hafa verið sýnd á fjölmörgum alþjóðlegum sýningum og er mörg hver að finna í safneignum í Evrópu, Bandaríkjunum og víðar. Þau sýna manninn og stórar hugmyndir hans í heimspekilegu ljósi sem jafnframt er skoplegt.

Kristín Dagmar Jóhannes­dóttir listfræðingur sá um útgáfuna og hollenski gagnrýnandinn Lily van Ginneken skrifaði inngangs­ ritgerð um verk Sigurðar frá þessum árum.

Ensk útgáfa bókarinnar er nú einnig fáanleg í tölusettri útgáfu í 50. eintökum sem hvert og eitt er í sérstöku bandi með einstakri þrykkingu þannig að engin tvö eintök eru eins. Lesa nánar um sérútgáfuna hér.

Lesa meira