Fegurðin býr í bókum

Bækurnar

Síðumúli 35 Bakhús/108 Rvk.

Crymogea

511 0910

English

Benedikt Gröndal - Vaðfuglar

Veggspjald af vaðfeftir teikningu Benedikts Gröndal (1826-1907) úr stórvirki hans Dýraríki Íslands.

Benedikt Gröndal var einn helsti menningarfrömuður Íslendinga á seinni hluta 19. aldar. Faðir hans, Sveinbjörn Egilsson, var kennari við Bessastaðaskóla, þýðandi og annálaður stílisti á íslensku. Benedikt gekk í skólann á Bessastöðum, fór síðan til náms í Kaupmannahöfn og lagði stund á náttúrufræði og tungumál. Hann var nafntogað skáld og rithöfundur, varð fyrstur Íslendinga til að ljúka meistaraprófi í norrænum fræðum, stofnaði Hið íslenska náttúrufræðifélag og kom á fót náttúruminjasafni, auk þess að kenna um árabil náttúrufræðigreinar við Læra skólann. Hann var mikilvirkur safnari og teiknari og eftir hann liggja tvö stór og glæsileg yfirlitsverk um íslenska náttúru sem bæði hafa verið gefin út, Dýraríki Íslands og Fuglar Íslands.

Veggspjaldið sýnir vaðfugla, svo sem vepju, sendling og tjald.

Lesa meira