Fegurðin býr í bókum

Bækurnar

Barónsstígur 27/101 Reykjavík

Crymogea

511 0910

English

Margar samhliðasögur fléttast saman

Katrín Elvarsdóttir

Í ljós­myndaröðinni Equivocal eru sagðar margar samhliða sögur. Heimilið er griðastaður leynd­ardóma þar sem angurvær stemning ríkir í hvers­dagslegri en óraun­verulegri kyrrð. Myndirnar eru teknar á Íslandi og Ítalíu, í Ungverjalandi og Póllandi, en virðast frá landi sem ljós­myndarinn hefur uppgötvað handan við forhengi raunveruleikans.

Katrín Elvars­dóttir (f. 1964) útskrifaðist með BFA gráðu í ljós­myndun frá Art Institute of Boston árið 1993. Katrín var tilnefnd til ljós­mynda­verð­launanna Deutsche Börse Photographic Prize 2009 fyrir sýninguna Equivocal.

Lesa meira